ég er komin með algert æði fyrir The Magic Numbers...algert æði..sem og Arcade Fire.. hvernig gat ég lifað áður en þessir ljúfu tónar léku við sál mína... ég bara get ekki ímyndað mér það.
sunsjæn, þetta er allt saman þér að þakka, þú hefur fært hjarta mínu nýja tóna, koniciwah.
ég var að koma úr bíjó með henni Unni minni Lind, við fórum á nýjasta verk hans Viðars Allen. góð mynd með ágætis pælingum þar á ferð, vil ekki eyðileggja fyrir neinum en ofboðslega varð ég hrifin af óperu eftir myndina..og scarlett johansen...mama mia! mér finnst hún langflottasta leikkonan sem hollívúd hefur séð í langan tíma....
ég get ekki sagt að helgin hafi verið viðburðasnauð, allt annað en.
samt hef ég ekkert til að segja.
ég, af öllu fólki, er orðlaus.
fólks spyr sig hvernig stendur á þessu og ég get ekki veitt nein svör.
en hugsandi manneskja hugsar margar hugsanir....
hér eru nokkrar af mínum...
*afhverju get ég alltaf grátið yfir Notebook en bara á mismunandi stöðum eftir því hvernig mér líður hverju sinni?
*afhverju veit ég ekkert um íslenska stjórnmálasögu?
*afhverju verður kaffið sem ég helli upp á oft svona skrýtið á bragðið?
*hvernig virka verktakalaun?
*ætti ég að strípa mig fyrir sumarið?
*er hægt að overdósa á hrökkbrauði með marmelaði og osti?
*ætli einhver njósni um mig um gardínulausa gluggana mína og horfi á mig þegar ég sef?
*ætli ég fái sumarvinnu einhversstaðar?
*afhverju er hveiti í konsum súkkulaði?
getur einhver veitt mér svör?
ég á í miklu skóóheppni þessa dagana.
ég rispaði frekar nýlega skó og eyðilagið ein af uppáhaldsstígvélunum mínum.

ég hugsa að ég kveðji með mynd af mér á föstudaginn seinasta á grímuballi animu þar sem ég fékk hvorki meira né minna en tvær ástarjátningar, ég þarf klárlega að vera oftar í rauðu á djamminu.. og kannski með box hanska... milliond dollar baby tengingin hefur heillað karlpenininginn, enda, hver vill ekki stelpu sem getur aðeins danglað í sig.. maður spyr sig...
það koma dagar þar sem maður segir bara fokk it...
ég byrjaði á grein fyrir rúmu um 15 mánuðum síðan en kláraði hana ekki.. eins og svo margt annað en á ætla að deila henni með ykkur.
(disclaimer- svona leið mér þegar hún var skrifuð, endurspeglar ekki persónulegt ástand í dag, á bara taka sem pælingu en ekki neinu öðru)
All you need is love
Stelpur og strákar, hvernig getum við verið úr sama efninu en samt svona ólík? Strákarnir og rökhugsunin og stelpurnar og tilfinningarnar, hvernig væri þetta ef við myndum bara öll stjórnast af því sama, auðvitað þá tilfinningum. Ég er svona tilfinninga stelpa, tilfinningavera, með meiru. Ég stjórnast af tilfinningum, ekki röksemdar röddinni sem kemur frá höfðinu mínu, nei, meira svona hvíslinu frá dýpstu hjartarótum. Þessi rödd sem hvíslar svo mjúkt og segir svo fallega hluti hefur stýrt mér í allar áttir, út um allan heim, komið mér í hin og þessi ævintýri og fengið mig til að gefa mig á vald ástarinnar. Sá sem ekki hefur elskað hefur ekki lifað sagði vitur maður eitt sinn, þetta er mitt mantra í dag. Ég mun frekar gráta í fimm daga yfir ástinni sem stóð yfir í fimm mínútur heldur en að hafa misst af fiðrildunum; það er ekkert í þessari veröld sem hefur jafn mikin drifkraft og ástin. Hún er það sem við öll þráum og þörfnumst, hún er það sem við erum ávallt að leita að, vakandi, sofandi, dreymandi, á djamminu. Þú veist hvað ég er að tala um, tíminn stoppar, allt snýst í kringum ykkur tvö, ekkert annað er til, ekkert annað skiptir máli bara svo lengi sem hann er hér, hjá þér. Þú kemst ekki í gengum klukkustund án þess að hugsa um hann, það minnir allt á hann, þessar hugsanir fá þig til að roðna,brosa,narta í varirnar,leika við hárið,flissa, ljósið byrjar að skína og allir sjá það, þú vilt að allir sjái það. Þig langar að standa við hlið hans í hringmiðju fjöldans og öskra að hann sé frábær,þinn, sá eini sanni.
Þessu trúði ég. Trúboði ástarinnar. Cupid.
Hvenær erum við tilbúin í samband?
Hver er skilgreiningin á því að vera tilbúin í samband?
Hvenær er rétta tíminn?
Ástin spyr þig ekki hvenær þér hentar að falla eða hvort þú sért tilbúin, ástin smegir sér að þegar það er hennar stund, þegar þið eigið að hittast, kynnast, elskast. Ykkar tími er alltaf rétti tíminn, óháð aðstæðum, love lifts us up where we belong.
*svona gerist þegar maður hlustar á damien rice sautján kvöld í röð og er í gersamlega cauldesac sambandi...
en eins og ég segi...
froðupælingar.
sayonara
siggadögg
-sem hatar blæðingar-
9 ummæli:
heyrdu eru cowboy klossarnir onytir
there is a sale at filenes everything must go going out of buisness whats your shoe size
hey tad var ad koma ut ny lykt i dag hja bath and bodyworks
JAPANESE BLOSSOM ummmmmmmm smells sooooooooooooooo good
let me know ill go shopping
auntie in bos
uuuuuuu....
nei þetta voru önnur stígvél sem ég er búin að eiga heillengi!
annars er ég 7.5.. ;)
thankjú auntie
Gvuð hvað ég er sammála þér.. auðvitað eiga strákar að hugsa eins og við, það vita náttúrulega allir (sem eru með viti!) að hljómfall raddar skiptir höfuðmáli. Já, þýðir nei, ef það er sagt á ákveðinn hátt. Auðvitað sér það hver heilvita maður með heyrn. Stundum hallast ég að því að strákar séu ekkert heilvita.. eða heyrnardaufir.. því þeir taka ekki hinti, most of the time. Af hverju þarf maður að útskýra allt, tyggja hlutina ofaní þá, í stað þess að tala tvírætt með margskonar hljómfalli sem gerir lífið skemmtilegra og fjölbreyttara!!
Allavega, þá spyr ég aftur (vísa þá í komment hér nokkrum færslum fyrir neðan), hver tók svona heavy töff mynd af stelpunni?? (sem var b.t.w. glæsileg og ógósæt.. á meðan ég var trukkalessulegasta manneskjan á svæðinu!)
Eða er þetta kannski þreyttur djókur frá myndamaniac-num mér!!?? Maður veit ekki.. á ég kannski að smella fram orðtaki frá e-m viskubrunni;"heimskur hlær af sjálfs síns fyndni" Nei ég hyggst ekki gera það. Því ég tel mig ekki vera brjál heimska, mér finnst ég bara stundum fyndin. Mér finnst það líka merki um gáfur að geta haft húmor fyrir sjálfum sér.. vúvú!! Þetta er e.t.v. lengsta komment sem ég hef skrifað.. og hefur að mestum parti snúist um sjálfa mig.. svo ég hætti núna og fer að lesa!
p.s.það er bara betra að fá útrás fyrir málgleði hér heldur en yfir hausamótum á fazmo meðlimum á Prikinu..
p.p.s. Rautt fer þér afskaplega vel!
ussss.... Sunna er eithvað skrítin og þú lika Sigga mín ef samskipti kynjana eiga að vera í gátum og misjöfnu hljómfalli ! 'Eg meina komm onn , Samskipin eiga að vera létt, hreinskilin og hvorki stelpan né strákurinn eiga að vera hrædd við að tjá sig um allt og ekkert ! Langaði bara að koma þessu að :)
p.p.p.s þetta var nú svona meira kaldhæðni hjá mér.. svona til að sýna fram á hvað við stelpurnar getum nú oft verið klikk.. en allavega.. :)
Hæ sæta=) ekkert smá langt síðan ég sá þig síðast....en vonandi sé ég þig í fermingarafmælinu;) við ættum endilega að hittast svo einhvern tímann gömlu vinkonurnar..ég, þú, aldís, hjördís og jóhanna :-D og rifja upp gömlu tímana, híhí(hvar er hún jóhanna annars?) og já hahahaha andrés önd með hálsbólgu ;)
knús Halldóra
neihey, halló halló, einum finnst ég skrýtin og svo poppar Halldóra Þorvaldsdóttir upp hjá mér!! Ég hef nú velt vöngum yfir reunioni halldóra mín...því verður ekki neitað.. en aðsjálfsögðu mæti ég í fermingarpartíið!!! þið eruð bara öll orðin svo fullorðin með fjölskyldur og þannig...
Hlakka mikið til :)
til þeirra sem finnst ég skrýtin:
ég setti disclaimer efst á pistilinn, ekkert svona!
Ég var að frétta að þú værir bara næsta samantha jones..... þá meina ég í PR ;) Til lukku :) ohhh hvað ég sé þig geðveikt fyrir mér með talstöðina á fullu :)
Skrifa ummæli